fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Stjórn KSÍ vísaði tillögu KR frá – Þeir geta áfrýjað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 12:46

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar voru ósáttir með þá niðurstöðu mótanefndar KSÍ að leikur HK og KR færi fram í næstu viku, leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðustu viku.

Leiknum var frestað þegar í ljós kom að eitt markið í Kórnum var brotið, neitaði dómari leiksins að flauta leikinn á.

Mál sem þetta á sér ekkert fordæmi í íslenskum fótbolta en mótanefnd taldi eðlilegast að leikurinn yrði spilaður. KR-ingar voru á öðru máli og eru á því að mögulega eigi að dæma liðinu 0-3 sigur í leiknum.

„Stjórn knattspyrnusambandsins styður við ákvörðun mótanefndar, tillögunni frá KR var vísað frá,“ segir Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdarstjóri KSÍ í samtali við 433.is

Jörundur segir að KR geti áfrýjað þessu til aga og úrskurðarnefndar KSÍ sem tæki þá málið fyrir.

Í reglugerð KSÍ segir að ef ekki er búið að flauta leik á skulu finna næsta lausa dag til að spila hann, við þá reglugerð styðst mótanefnd og stjórn KSÍ í ákvörðun sinni.

Ef KR gerir ekkert meira í málinu er ljóst að liðin mætast í Kórnum á fimmtudag í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi