fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Málefni Jóhanns og rifrildið umdeilda til umræðu í vinsælasta þætti Bretlands – „Ég var ánægður að sjá Jóhann Berg láta ekki urða yfir sig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Jóhanns Berg Guðmundssonar og Vincent Kompany voru til umræðu í þættinum Overlap hjá Sky sem er einn vinsælasti umræðuþáttur í heimi þegar kemur að fótbolta.

Myndband úr nýrri heimildarmynd um Burnley vakti gríðarlega athygli þar sem Kompany urðaði yfir Jóhann Berg sem svaraði honum hressilega.

Kompany er hættur sem þjálfari Burnley en Jóhann Berg hafði ætlað að hætta hjá Burnley en snéri aftur þegar Kompany hætti.

„Það var erfitt að horfa á þetta. Hann var reiður yfir einhverju öðru en Guðmundsson gæti verið drengur sem tuðar mikið þó hann hafi ekki gert það þarna. Þegar stjórinn ræðst á hann, til að hrósa honum þá svaraði Jóhann honum vel og sagðist ekki hafa tuðað neitt,“ sagði Ian Wright fyrrum framherji Arsenal um málið og hélt áfram

„Margir segja að þú getir ekki talað svona við leikmenn í dag en það er hægt, ég var ánægður að sjá leikmanninn láta ekki urða yfir sig og svara. Ég var svakalegur tuðari,“ sagði Wright.

Roy Keane sem er umdeildur skaphundur tók þá til máls. „Kompay missti sig. Þetta gerist oft, ímyndið ykkur ef þetta væri ég þá væri ég kallaður risaeðla en aðrir fá að gera þetta. Ef aðrir gera þetta þá er þetta í lagi,“ sagði Keane.

Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool segir að það hafi verið erfitt að horfa á þetta. „Þetta var vont. Ég hef kannski séð þetta einu sinin eða tvisvar á ferli mínum,“ sagði Carragher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu mark Saka í endurkomunni eftir stórkostlega stoðsendingu Martinelli

Sjáðu mark Saka í endurkomunni eftir stórkostlega stoðsendingu Martinelli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“

Segir að De Zerbi sé búinn að missa traust Greenwood – ,,Þetta er ekki að virka“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti af þremur mikilvægum leikjum Íslands fer fram á morgun

Sá fyrsti af þremur mikilvægum leikjum Íslands fer fram á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Landsliðið komið saman til æfinga

Landsliðið komið saman til æfinga
433Sport
Í gær

Þetta hefur meint hjákona David Beckham að segja um frammistöðu hans í rúminu

Þetta hefur meint hjákona David Beckham að segja um frammistöðu hans í rúminu
433Sport
Í gær

Fékk frábærar fréttir stuttu eftir að hafa verið sýknaður af ákæru um nauðgun

Fékk frábærar fréttir stuttu eftir að hafa verið sýknaður af ákæru um nauðgun