Það var nóg um að vera í Lengjudeild karla í kvöld en heil umferð var á dagskrá að þessu sinni.
Mesta dramatíkin var í Vestmannaeyjum þar sem ÍR kom í heimsókn og sótti fínt stig á Hásteinsvelli.
Marc McAusland jafnaði metin fyrir ÍR á 88. mínútu en liðið hafði spilað mannhi færri alveg frá 60. mínútu.
Tíu menn ÍR tókst þó að jafna í 2-2 en útlitið var svart er ÍBV fékk vítaspyrnu í uppbótartíma.
Sverrir Páll Hjaltested klikkaði hins vegar á spyrnunni en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði frá honum og dramatíkin uppmáluð.
Hér má sjá öll úrslit dagsins.
ÍBV 2 – 2 ÍR
1-0 Viggó Valgeirsson
2-0 Tómas Bent Magnússon
2-1 Óliver Elís Hlynsson
2-2 Marc McAusland
Dalvík/Reynir 1 – 3 Afturelding
0-1 Hrannar Snær Magnússon
1-1 Amin Guerrero Touiki
1-2 Aron Jóhannsson
1-3 Aron Jóhannsson
Grindavík 3 – 0 Þór
1-0 Einar Karl Ingvarsson
2-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
3-0 Josip Krznaric
Njarðvík 0 – 0 Fjölnir
Þróttur R. 3 – 1 Grótta
0-1 Kristófer Melsted
1-1 Viktor Steinarsson
2-1 Kári Kristjánsson
3-1 Liam Daði Jeffs
Leiknir R. 0 – 0 Keflavík