West Ham hefur staðfest kaup á Aaron Wan-Bissaka frá Manchester United og gerir hann sjö ára samning við félagið.
Wan-Bissaka er 26 ára gamall og kemur til West Ham á 15 milljónir punda.
Wan-Bissaka var í fimm ár hjá Manchester United en hann kostaði félagið 50 milljónir punda þegar hann kom fyrir fimm árum.
„Það var aldrei vafi í mínum huga að fara til West Ham, ég er spenntur að koma hingað,“ segir Wan-Bissaka sem er með samning þangað til að hann verður 33 ára.
„Það er magnað að vera mættur aftur til London, ég er spenntur fyrir því sem er í gangi. Ég fæddist hér, ég þekki London vel og að spila aftur í þessari borg er mikilvægt fyrir mig.“