Sóknarmaðurinn Richarlison hefur staðfest það að hann hafi engan áhuga á að semja í Sádi Arabíu í sumar.
Um er að ræða leikmann Tottenham sem hefur ekki beint staðist væntingar eftir komu frá Everton.
Lið í Sádi voru orðuð við Brasilíumanninn í sumar en hann viðurkennir að hafa fengið ansi gott tilboð á borðið.
Richarlison hafnaði því tilboði og er einbeittur að því að spila vel með Tottenham í vetur.
,,Ég hef fengið tilboð en draumurinn að spila fyrir landsliðið og í ensku úrvalsdeildinni er mikilvægari,“ sagði Richarlison.
,,Það eru miklir peningar í boði þarna en draumarnir mínir eru stærri.“