Opinber síða Íslands og bikarameistara Víkings ákvað að eyða út Twitter færslu þar sem grín var gert af markinu sem var bilað í Kórnum í gærkvöldi.
Fresta þurfti leik HK og KR sökum þess að eitt markið í Kórnum var brotið, reynt var að lagfæra hlutina og koma með nýtt mark en það gekk ekki upp.
Óvíst er hvenær leikurinn fer fram en sá sem sér um X-síðu Víkings ákvað að slá á „létta“ strengi en fékk bágt fyrir grínið.
„Við erum með gróðrarstöðina Mörk hérna við hliðina á okkur. En enginn hafði samband úr Kórnum. Spes,“ skrifaði Víkingur á Twitter en liðið hafði skömmu áður gert 1-1 jafntefli gegn Floria Tallin í Sambandsdeildinni.
Rólegur Bond.
— Víkingur (@vikingurfc) August 8, 2024
Skömmu síðar var færslunni eytt en þá hafði Sigurður Gísli Snorrason sérfræðingur Dr. Football meðal annars gagnrýnt hana. „Er sonur hans Ladda með admin-ið þarna eða hvaða ömurlega comedya er að eiga sér stað hérna,“ skrifaði Sigurður og fékk svar Víkingum og var beðin um að vera rólegur.