David de Gea er lentur í Flórens og endurkoma hans á fótboltavöllinn nálgast, hann hefur náð saman við Fiorentina.
De Gea hefur samþykkt eins árs samning hjá félaginu og er möguleiki á að framlengja hann.
De Gea hefur ekki verið með félag í fjórtán mánuði eftir að Manchester United ákvað að láta hann fara.
De Gea hefur farið í viðræður við mörg félög en ekki viljað taka þeim boðum en var klár þegar Fiorentina kom.
Fiorentina er á fullu að reyna að styrkja hóp sinn og telja miðlar á Ítalíu að Albert Guðmundsson sé næstur í röðinni.
Fiorentina hefur lengi viljað fá Albert í sínar raðir og ræðir nú við Genoa um kaup og kjör.
💜🛬 David de Gea, just landed in Florence to sign in as new Fiorentina player.
He’s back! 🇪🇸 pic.twitter.com/5fFCbIyW4U
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 9, 2024