Manchester United hefur hafið samtalið við Monaco og vill skoða það að kaupa Youssouf Fofana miðjumann félagsins.
Fofana er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður en hann á bara ár eftir af samningi.
AC Milan er að reyna að kaupa Fofana en United er farið að skoða kostinn.
United er einnig að skoða Richard Rios miðjumann Palmeiras, Sander Berge miðjumann Burnley, Martin Zubimendi miðjumann Real Sociedad og Sofyan Amrabat sem var á láni hjá liðinu í fyrra.
United hefur mest viljað fá Manuel Ugarte miðjumann PSG en félagið ætlar ekki að borga uppsett verð.
Untied veit hins vegar að PSG vill selja hann eftir að félagið keypti Joao Neves frá Benfica fyrir um 60 milljónir punda.