fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Stórlið á Ítalíu vill kaupa Orra en Danirnir vilja 3 milljarða

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 15:00

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Atalanta á Ítalíu hafa áhuga á því að kaupa Orra Stein Óskarsson framherja FCK á næstu vikum.

Ítalskir miðlar segja frá en vegna meiðsla Gianluca Scamacca er ítalska félagið að leita að framherja.

Scamacca meiddist illa í æfingaleik á dögunum og missir af stærstum hluta tímabilsins.

Girona á Spáni hefur reynt að kaupa Orra í sumar en FCK vill fá 20 milljónir evra fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Orri skrifaði undir nýjan samning við FCK á dögunum en það er samt talið líklegt að félög reyni að kaupa hann á næstu vikum.

Atalanta hefur fylgst með Orra undanfarið og eru sagðir ætla að reyna að kaupa hann en fleiri lið um Evrópu skoða Orra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Í gær

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur