fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Hefur Mourinho betur gegn Manchester United?

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. ágúst 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce í Tyrklandi, er sagður vera á eftir miðjumanninum kunnuglega Sofyan Amrabat.

Frá þessu greinir tyrknenski miðillinn Fanatik en Amrabat er orðaður við endurkomu á Old Trafford.

Amrabat var í láni hjá Manchester United, fyrrum félagi Mourinho, á síðustu leiktíð en stóðst ekki beint væntingar.

United skoðar það að kaupa hann endanlega frá Fiorentina í sumar en hefur ekki náð samkomulagi við ítalska félagið um kaupverð.

Mourinho tók við Fenerbahce í sumar og ku hafa mikinn áhuga á að semja við þennan 28 ára gamla leikmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur