Margir Bandaríkjamenn létu goðsögnina sjálfa Zlatan Ibrahimovic heyra það á dögunum eftir leik New York Yankees í hafnabolta þar í landi.
Zlatan er nafn sem allir knattspyrnuaðdáendur ættu að kannast við en hann hefur lagt skóna á hilluna.
Svíinn gerði garðinn frægan með liðum eins og Juventus, Inter Milan, AC Milan, Paris Saint-Germain, Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt.
Hann fékk hins vegar falleinkunn fyrir upphafskastið í þessum ágæta hafnaboltaleik og ljóst að Zlatan er betri með fótunum en höndunum.
,,Hann hefði bara átt að sparka í boltann,“ skrifar einn og bætir annar við: ,,Ég bara skil ekki hvernig allir íþróttamenn geta ekki kastað bolta? Það er stórfurðulegt.“
Myndband af þessu má sjá hér.
Zlatan Ibrahimovic delivering a first pitch at the Yankee Stadium ⚾️😅
— SPORTbible (@sportbible) August 3, 2024