Það er hlegið að tilboði Barcelona í sóknarmanninn Dani Olmo sem lék með Spánverjum á EM í sumar.
Olmo er leikmaður RB Leipzig í Þýskalandi en hann var einn af bestu leikmönnum Spánar á EM í sumar.
Liðið fór alla leið og vann mótið en Olmo var óvænt stjarna og vakti mikla athygli fyrir sína frammistöðu.
Leipzig hefur hafnað tveimur tilboðum frá Barcelona hingað til en það seinna var um 65 milljónir evra samanlagt.
Leipzig hefur engan áhuga á að ræða sölu á leikmanninum fyrir þá upphæð að sögn Sport á Spáni og hlær að tilraun spænska stórliðsins.
Olmo vill sjálfur spila fyrir Barcelona en félagið þarf að bjóða rétt verð svo sá draumur geti orðið að veruleika.