fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Hættir sem aðalþjálfari til að vinna á Old Trafford

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2024 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur ákveðið að ráða Andreas Georgson til starfa en einhverjir gætu kannast við það nafn.

Um er að ræða 42 ára gamlan þjálfara sem hefur starfað hjá liðum eins og Arsenal, Brentford og Southampton.

Georgson var síðasta aðalþjálfari Lilleström í Noregi en ákvað að segja upp því starfi til að halda til Manchester.

Georgson verður hluti af þjálfarateymi United á komandi tímabili en hann var aðeins hjá Lilleström í sjö mánuði.

Nýir eigendur United eru svo sannarlega að taka til í þjálfaramálunum og verður allt annað teymi til taks á komandi tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur