fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Ederson svarar virtum enskum fjölmiðli: ,,Byggt á lygum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ederson, markvörður Manchester City, hefur svarað fyrir sig eftir frétt Athletic sem birtist í vikunni.

Þessi frétt vakti töluverða athygli en greint var frá að Ederson væri óánægður með umfjöllun enskra fjölmiðla um liðsfélaga hans, Stefan Ortega.

Ortega kom inná í mikilvægum leik sem tryggði City Englandsmeistaratitilinn í vetur eftir að sá brasilíski hafði meiðst – leikurinn vannst gegn West Ham.

Athletic sagði frá því að Ederson væri pirraður yfir því að Ortega, sem tók við í markinu, væri að fá allt þetta hrós í fjölmiðlum eftir að hafa staðið sig vel eftir innkomuna.

Brassinn segir þó að um lygasögur sé að ræða en að hann hafi þó verið miður sín að geta ekki klárað tímabilið eða spilað með brasilíska landsliðinu á Copa America.

,,Ég vil koma því á framfæri að þessi frétt birt af Athletic þar sem greint var frá að ég væri óánægður með umfjöllun um liðsfélaga minn er byggð á lygi,“ sagði Ederson.

,,Þessi dagur var án efa einn erfiðasti dagur ferilsins en ég meiddist og gat ekki spilað meira á tímabilinu og ekki á Copa America með þjóð minni.“

,,Þegar ég meiddist þá hugsaði ég bara um að halda áfram að spila leikinn, að verja City í baráttunni um titilinn sem við unnum. Að lokum gat ég ekki tekið frekari þátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu