fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Ederson svarar virtum enskum fjölmiðli: ,,Byggt á lygum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ederson, markvörður Manchester City, hefur svarað fyrir sig eftir frétt Athletic sem birtist í vikunni.

Þessi frétt vakti töluverða athygli en greint var frá að Ederson væri óánægður með umfjöllun enskra fjölmiðla um liðsfélaga hans, Stefan Ortega.

Ortega kom inná í mikilvægum leik sem tryggði City Englandsmeistaratitilinn í vetur eftir að sá brasilíski hafði meiðst – leikurinn vannst gegn West Ham.

Athletic sagði frá því að Ederson væri pirraður yfir því að Ortega, sem tók við í markinu, væri að fá allt þetta hrós í fjölmiðlum eftir að hafa staðið sig vel eftir innkomuna.

Brassinn segir þó að um lygasögur sé að ræða en að hann hafi þó verið miður sín að geta ekki klárað tímabilið eða spilað með brasilíska landsliðinu á Copa America.

,,Ég vil koma því á framfæri að þessi frétt birt af Athletic þar sem greint var frá að ég væri óánægður með umfjöllun um liðsfélaga minn er byggð á lygi,“ sagði Ederson.

,,Þessi dagur var án efa einn erfiðasti dagur ferilsins en ég meiddist og gat ekki spilað meira á tímabilinu og ekki á Copa America með þjóð minni.“

,,Þegar ég meiddist þá hugsaði ég bara um að halda áfram að spila leikinn, að verja City í baráttunni um titilinn sem við unnum. Að lokum gat ég ekki tekið frekari þátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Í gær

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar