fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag virðist treysta á óvæntan leikmann: ,,Hlýtur að vera hans ár“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. júlí 2024 12:33

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, virðist ætla að treysta á vængmanninn Amad Diallo á komandi tímabili.

Diallo hefur aldrei náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður United og hefur tvívegis verið sendur annað á láni.

Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem fékk einhver tækifæri síðasta vetur en var mest megnis annað hvort á bekknum eða utan hóps.

Ten Hag virðist hafa trú á Diallo sem glímdi við erfið meiðsli í fyrra og var oftast ekki til taks fyrir stórliðið.

,,Við verðum að fara að horfa á Amad öðrum augum. Auðvitað er hann enn ungur en hann er ekki reynslulaus lengur,“ sagði Ten Hag.

,,Hann þurfti að glíma við erfið meiðsli á síðustu leiktíð en fyrir það var hann í næst efstu deild og átti frábært tímabil.“

,,Undir lok tímabilsins þá spilaði hann vel með aðalliði okkar og þetta hlýtur að vera hans ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær