fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Adam lánaður til Ítalíu – Framlengdi á Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur staðfest brottför Adams Ægis Pálssonar til ítalska félagsins Perugia.

Þetta hefur legið í loftinu og er nú komið á hreint. Adam framlengdi samning sinn við Hlíðarendafélagið áður en hann gekk í raðir Perugia á láni með kaupöguleika.

Perugia spilar í ítölsku C-deildinni.

Tilkynning Vals
Knattspyrnufélagið Valur og Adam Ægir Pálsson hafa framlengt samning sinn til loka árs 2026. Adam kom til félagsins fyrir síðasta tímabil og hefur staðið sig vel. Því var ákveðið að framlengja samninginn en jafnframt hefur náðst samkomulag við Perugia á Ítalíu um að Adam fari þangað á lán með kauprétti og gildir lánssamningurinn út tímabilið.

„Adam er frábær leikmaður og mikilvægur í okkar hópi. Það er því fagnaðarefni að hann hafi framlengt samning sinn en á sama tíma ánægjulegt að geta aðstoðað hann við að láta draum sinn um að spila erlendis rætast. Adam á eftir að standa sig vel á Ítalíu og vonandi sjáum við hann aftur í Val sem enn betri leikmaður,“ segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals.

Það er því ljóst að Adam mun ekki leika meira með Val á þessu tímabili en hann er nú þegar mættur til æfinga á Ítalíu.

„Valur er frábært félag og ég hef bæði notið mín og lært mikið frá því ég kom til félagsins. Ég er afar þakklátur Val fyrir að aðstoða mig við að komast til Ítalíu en það er auðvitað draumur allra að prófa sig erlendis. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og óska liðsfélögum mínum og öllum völsurum alls hins besta í komandi baráttu,“ segir Adam Ægir Pálsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar