Real Madrid hefur verið í sambandi við Trent Alexander-Arnold, bakvörð Liverpool, undanfarinn mánuð og er leikmaðurinn áhugasamur um að flytja sig yfir til spænsku höfuðborgarinn.
Þýska blaðið Bild segir frá þessu, en samningur Trent við Liverpool rennur út næsta sumar. Enska félagið þarf því að selja hann í sumar eða semja við hann til að missa hann ekki frítt næsta sumar.
Bild segir Real Madrid hafa fært áhuga sinn á leikmanninum upp á næsta stig og að Trent sjálfur sé mjög opinn fyrir því að fara til Spánar strax í sumar.
Trent er uppalinn hjá Liverpool og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Það væri sannkallað reiðarslag fyrir enska félagið að missa hann.