fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Er til í að skoða það að fá Davíð aftur í Breiðablik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 15:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir það koma til greina að reyna að fá Davíð Ingvarsson aftur til félagsins.

Bakvörðurinn gekk í raðir danska B-deildarliðsins Kolding í vetur en er farinn frá félaginu. Hann er því frjáls ferða sinna.

Þá er annar fyrrum leikmaður Blika, Stefán Ingi Sigurðarson, sagður á förum. Sá er á mála hjá belgíska B-deildarliðinu Patro Eisden en Fótbolti.net sagði hann á förum þaðan fyrr í dag.

„Ég held að Davíð hafi verið að klára sín mál núna úti gagnvart Kolding. Stefán verður held ég pottþétt enn þá úti, hann er eftirsóttur, átti mjög fínt tímabil í Belgíu. Ég vona fyrir hans hönd að hann verði áfram úti og finni þá gott lið ef hann er á förum,“ sagði Halldór við 433.is í dag.

„Ef Davíð er laus höfum við áhuga á að fá hann, það er ekki spurning,“ bætti hann við.

Halldór var í viðtali vegna Evrópuleiks Blika við Tikves á morgun, en viðtalið í heild birtist á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frá Roma til Besiktas

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Í gær

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi