Arsenal og Manchester United munu berjast um vængmann að nafni Viktor Tsygankov í sumar en frá þessu greinir AS á Spáni.
Um er að ræða skemmtilegan sóknarmann sem er á mála hjá Girona í efstu deild Spánar, La Liga.
Arsenal var fyrra liðið til að sýna Tsygankov áhuga en United hefur nú blandað sér í baráttuna.
Hann spilaði 34 leiki fyrir Girona í vetur ásamt því að skora átta mörk og leggja upp önnur sjö.
Kantmaðurinn var með úkraínska landsliðinu á EM í sumar en hann er fáanlegur fyrir 30 milljónir evra.