Joshua Zirkzee er kominn til Manchester United en enska félagið staðfesti það á samskiptamiðlum í dag.
Um er að ræða 23 ára gamlan sóknarmann sem vakti athygli með Bologna á síðasta tímabili.
Zirkzee hjálpaði Bologna að ná Meistaradeildarsæti en hann skoraði alls 12 mörk í 37 leikjum.
Hann er Hollendingur og lék með sínum mönnum á EM í Þýskalandi þar sem mínúturnar voru þó afar takmarkaðar.
Talið er að United borgi um 40 milljónir evra fyrir Zirkzee sem var eitt sinn á mála hjá Bayern Munchen.