Cole Palmer, leikmaður Chelsea, hefur sett met í leiknum vinsæla ‘Fantasy Premier League’ sem er leikur sem margir Íslendingar kannast við.
Þar fá spilarar að stilla upp sínu liði í ensku úrvalsdeildinni skipað leikmönnum sem spila næsta vetur.
Palmer var næst markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð en hann kom til Chelsea frá Manchester City það sumar.
Palmer kostaði aðeins fimm milljónir punda á síðustu leiktíð en hans verð hefur hækkað upp í 10,5 milljónir.
Það er met en enginn leikmaður hefur hækkað svo mikið á stuttum tíma. Palmer er landsliðsmaður Englands og er með liðinu á EM í Þýskalandi.
The biggest price increase in @OfficialFPL history.
Our Cole. 💎 pic.twitter.com/FlDwUTFD1b
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 12, 2024