Andriy Lunin, markvörður Real Madrid, er óvænt orðaður við Liverpool í spænskum fjölmiðlum í dag.
Það nánar til tekið blaðið Sport sem heldur því fram að Liverpool hafi áhuga á Úkraínumanninum, sem spilaði stóra rullu með Real Madrid á síðustu leiktíð.
Nú hefur Thibaut Courtouis hins vegar jafnað sig af meiðslum og má gera ráð fyrir að Lunin verði markvörður númer tvö á nýjan leik.
Þessi 25 ára gamli markvörður vill reglulegan spiltíma en það er þó ekki þar með sagt að hann fái hann hjá Liverpool þar sem Alisson Becker er fyrir.