Ísland er yfir gegn Þýskalandi í hálfleik í leik liðanna í undankeppni EM á Laugardalsvelli.
Þjóðverjar eru með ógnarsterkt lið en það var hins vegar Ísland sem tók forystuna á 14. mínútu með skallamarki Ingibjargar Sigurðardóttur.
Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og Ísland því einum hálfleik frá sæti á EM.
Markið má sjá hér að neðan.
Það var laglegt! Ingibjörg Sigurðardóttir kemur Íslandi yfir 🇮🇸🥳 pic.twitter.com/ypH0O377ob
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2024