Það eru tveir leikmenn með jafn mörg mörk í lokakeppni EM fyrir úrslitaleikinn sem fer fram á sunnudaginn.
Þá er aðeins talið með leikmenn sem eru enn að spila í mótinu en alls eru sex leikmenn búnir að skora þrjú mörk.
Aðeins tveir eru þó enn að spila en það eru Harry Kane hjá Englandi og Dani Olmo hjá Spánverjum.
Báðir leikmenn geta tryggt sér gullskóinn í úrslitaleiknum en Kane skoraði á miðvikudag gegn Hollandi er England vann 2-1 sigur.
Jamal Musiala, Ivan Schranz, Georges Mikautadze og Cody Gakpo eru einnig með þrjú mörk en eru allir úr leik.