Það er búið að framlengja klásúlu í samningi Dani Olmo við RB Leipzig þar sem Spánverjar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins.
Spánn vann Frakkland í undanúrslitum og mætir Englandi í úrslitaleik á sunnudag.
Olmo er ansi eftirsóttur en klásúla upp á 60 milljónir evra í samningi hans átti að renna út 15. júlí, daginn eftir úrslitaleikinn.
Nú hefur hún verið framlengd um fimm daga eða til 20. júlí.
Fjöldi félaga hafa áhuga á Olmo sem er að eiga frábært EM með Spánverjum. Manchester City er á meðal áhugasamra.
🚨🇪🇸 Key detail on Dani Olmo: following Spain access to Euro 2024 final, the release clause will be valid until July 20 and no longer July 15.
There was this specific factor on the clause due to the Euros, now formally approved.
Clause worth €60m, several clubs interested. pic.twitter.com/Xqt0wPIHJo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2024