Hailey Welch er konan á bak við „hawk tuah“ en hún öðlaðist heimsfrægð eftir viðtal sem hún fór í er hún var úti að skemmta sér á dögunum.
„Hvað er það sem tryllir karlmenn í rúminu í hvert einasta skipti?“ var Welch spurð. „Þú verður bara að gera hawk tuah og hrækja á það,“ svaraði hún skellihlæjandi.
Hawk Tuah – The original interview that started it all pic.twitter.com/QiDfnmXjye
— The Postman (@officalpostman) June 22, 2024
Í sigri Frakklands á Spáni í undanúrslitum EM í gær átti Kylian Mbappe misheppnaða tilraun til að hrækja. Myndband af því hefur vakið mikla athygli.
Netverjar fóru strax að tala um það sem „misheppnað hawk tuah“ og í kjölfarið gerðu breskir miðlar það sama. Allt saman í góðu gríni gert.
Hér að neðan má sjá myndbandið af Mbappe sem um ræðir. Hann átti ekki sinn besta leik – og í raun ekki sitt besta mót heilt yfir. Spánverjar unnu leik gærdagsins 2-1.
Hawk Tuah by Kylian Mbappe 😁😁
— Mbappe Out Of Context 🐢 (@MbappeOOC) July 10, 2024
Meira
Þetta er konan á bak við gríðarlega vinsæla „hawk tuah“ myndbandið