fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Er hann sá eini sem kæmist í byrjunarlið Englands? – ,,Ekkert frábært lið á þessu móti“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júlí 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert frábært landslið á EM í Þýskalandi ef þú spyrð fyrrum knattspyrnustjórann og nú sparkspekinginn Harry Redknapp.

Redknapp hefur séð alla leiki Englands á EM hingað til en næsti andstæðingur liðsins er Sviss í 8-liða úrslitum í dag.

Redknapp segir að öll stórliðin hafi ekki staðist væntingar á mótinu til þessa og eru margir sem taka undir þau ummæli.

England hefur ekki heillað marga ef einhvern á mótinu og þarf að sýna sitt rétta andlit til þess að slá Sviss úr leik sem hefur átt flott mót.

,,Það er ekkert frábært lið á þessu móti. Ekki eins og spænska landsliðið með Xavi og Andres Iniesta eða Frakkland með Zinedine Zidane og Thierry Henry,“ sagði Redknapp.

,,Sviss átti skilið að vinna gegn Ítalíu en það sannar líka bara þann punkt að stórliðin eru ekki frábær. Ég er ekki að sýna neina vanvirðingu en hversu margir í Sviss myndu komast í enska landsliðið?“

,,Manuel Akanji er möguleiki og einhverjir myndu kalla eftir því að Granit Xhaka fengi pláss. Fyrir mig er Akanji sá eini.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir