Valur 4 – 0 Fylkir
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson(’34)
2-0 Patrick Pedersen(’53)
3-0 Adam Ægir Pálsson(’66)
4-0 Patrick Pedersen(’75)
Valur burstaði Fylki í Bestu deild karla í dag en um var að ræða síðasta leik dagsins í efstu deild.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark Vals en hann spilaði 62 mínútur í viðureigninni á Hlíðarenda.
Patrick Pedersen skoraði tvennu fyrir Val og þá komst Adam Ægir Pálsson einnig á blað.
Fylkir er á botninum með átta stig eftir 13 leiki en Valur er í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Víkings.