fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Stórtíðindi úr íslenska boltanum – Fullyrt að Valur sé að skipta um markvörð

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 13:01

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederik Schram virðist vera búinn að hafna nýjum samningi við Val og er því á förum frá félaginu. Fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson er á leiðinni.

Þetta kemur fram í Dr. Football. Samningur Frederik á Hlíðarenda rennur út í lok þessa árs og verður ekki framlengdur miðað við þessar fréttir.

„Frederik Schram er búinn að segja nei við nýjum samningi við Val. Hann vildi verða launahæsti leikmaður liðsins eða nálægt því allavega. Þeir eru komnir með nýjan markmann, Ömmi er á leiðinni,“ segir Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

Ögmundur Kristinsson. Getty Images

„Þeir náðu bara ekki saman við hann og fóru svo bara að tala við Ögmund,“ bætir hann við.

Hinn 35 ára gamli Ögmundur er sem stendur á mála hjá gríska liðinu AE Kifisias. Hann gekk í raðir þess frá stórliði Olympiacos síðasta sumar.

Ögmundur, sem á að baki 19 A-landsleiki, er samningslaus og nú sagður vera að semja við Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Í gær

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna