fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hvetur stjörnu Spánverja til að ganga í raðir Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. júlí 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi reynt að sannfæra liðsfélaga sinn í spænska landsliðinu, Nico Williams, um að ganga í raðir enska félgasins.

Williams er á mála hjá Athletic Bilbao, þar sem hann átti frábært tímabil. Hann skoraði átta mörk og lagði upp 19 til viðbótar. Þá hefur frammistaða hans á EM með spænska landsliðinu ekki verið til að minnka áhugann á honum.

Chelsea er einmitt eitt þeirra félaga sem kantmaðurinn hefur verið orðaður við, en hann er með klásúlu upp á 46,5 milljónir evra í samningi sínum við Athletic Bilbao.

„Hann er frábær leikmaður og að standast allar væntingar. Með leikmenn eins og hann innanborðs verður allt auðveldara. Ég hef sagt honum að koma til Chelsea en hann ræður þessu auðvitað. Hann er mjög ungur og verður frábær leikmaður,“ segir Cucurella um Williams, sem einnig hefur verið orðaður við Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Í gær

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur