fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

United staðfestir nýjan samning Ten Hag – Fær þó bara eitt auka ár

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 10:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten hag hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United sem gildir til tveggja ára. Fyrri samningur hans átti að renna út eftir ár.

Hollenski stjórinn fær því eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að félagið hafði skoðað það að reka hann í sumar.

„Ég er mjög sáttur með að samkomulag okkar um að halda áfram sé í höfn, við höfum bætt okkur á hinum ýmsu sviðum eftir að ég tók við,“ segir Ten Hag.

„Við verðum líka að horfa í það að það er mikil vinna sem er eftir til að komast á það stig sem Manchester United vill vera á. Það er að vinna deildina og berjast í Evrópu.“

„Í samtali mínu við klúbbinn vorum við sammála um hugmyndafræði okkar í átt að þeim markmiðum.“

Dan Ashworth yfirmaður knattspyrnumála hjá United fagnar þessum tíðindum. „Með tvo titla á tveimur árum hefur Erik sannað sig sem einn öflugasti þjálfari Evrópu,“ segir Dan Ashworth.

„Þetta lið og þjálfarateymið hefur sannað að það getur unnið titla en núna þarf að finna stöðugleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar