fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Óskar að hætta sem ráðgjafi KR og verður nú yfirmaður knattspyrnumála

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 10:24

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KR hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson í starf yfirmanns knattspyrnumála og tekur hann formlega til starfa þann 1. ágúst nk.

Óskar hefur undanfarin misseri gegnt stöðu ráðgjafa knattspyrnudeildar. Óskar sagði upp starfi sínu sem þjálfari Haugesund í vor eftir stutt stopp í Noregi.

Í raun er um nýtt starfa að ræða hjá knattspyrnudeild en Rúnar Kristinsson gegndi stöðunni árin 2008-2009.

„Það er knattspyrnudeild KR sérlega ánægjulegt að fá Óskar til starfa. Óskar mun þannig hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi knattspyrnudeildar, hvort sem er yngri flokka eða meistaraflokka. Það er félaginu sérlega mikilvægt að fá jafn öflugan aðila til þess að leiða starfið. Deildin stendur á ákveðnum tímamótum. Aðstaða deildarinnar mun þannig taka miklum breytingum á næstu misserum og stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum,“ segir á vef KR

KR rak Gregg Ryder úr starfi þjálfara á dögunum en Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liði KR út tímabilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu