fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 15:00

Joshua Zirkzee. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru 99,9 prósent líkur á að hinn eftirsótti Joshua Zirkzee fari frá Bologna í sumar. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá Bologna og bætir við að félagið sé búið að vera að leita að arftaka hans.

Manchester United hefur mikinn áhuga á Zirkzee. Fyrr í dag var greint frá því að Erik ten Hag væri búinn að funda með leikmanninum og hans fulltrúum.

Ten Hag vill ólmur fá þennan 23 ára gamla sóknarmann til liðs við sig og er United sagt tilbúið að greiða klásúlu í samningi hans við Bologna upp á 40 milljónir punda.

Zirkzee gekk í raðir Bologna frá Bayern Munchen fyrir tveimur árum og átti frábært síðasta tímabil. Nú er hann staddur með hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi.

United er þó ekki eina félagið sem hefur áhuga á honum en AC Milan fylgist einnig með stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar