fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

U-beygja í fréttum af Bellingham og athæfi hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA er með athæfi Jude Bellingham í sigri Englands á Slóvakíu í 16-liða úrslitum EM í gær til skoðunar, þvert á það sem hafði komið fram í enskum miðlum.

Eftir ömurlega frammistöðu Englands bjargaði Bellingham liðinu með því að jafna með hjólhestaspyrnu í blálok venjulegs leiktíma. Enska liðið vann svo í framlengingu.

„Hver annar?“ sagði Bellingham eftir að hafa skorað markið en það eru handahreyfingar hans í kjölfarið sem vekja athygli og var því velt upp hvort þær gætu komið honum í vandræði.

Meira
Sjáðu hvað Bellingham gerði í gær og náðist á myndband – Lendir hann í vandræðum?

Sjálfur segir Bellingham að um einkahúmor hafi verið að ræða sem beindist að vinum hans í stúkunni, ekki varamannabekk Slóvakíu eins og hafði verið gefið í skyn.

Enskir miðlar sögðu í morgun að þeir hefðu fengið þær upplýsingar frá UEFA að Bellingham yrði ekki refsað, ekki frekar en Declan Rice sem átti í útistöðum við þjálfara Slóvaka.

Nú segir UEFA hins vegar að hegðun Bellingham sé til skoðunar. England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM og liggja Gareth Southgate og liðsfélagar Bellingham í enska landsliðinu sennilega á bæn og vona að hann verði ekki í banni í þeim leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu