fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Baldvin furðar sig á tilkynningu Vesturbæinga – „Sjoppulegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 08:30

Myndin sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Már Borgarson, sparkspekingur og þjálfari FC Árbær, setur spurningamerki við fréttatilkynningu KR þar sem sagt var frá ráðningu á Vigfúsi Arnari Jósepssyni í stöðu aðstoðarþjálfara karlaliðsins.

KR tilkynnti í gær að Vigfús hafi verið ráðinn aðstoðarmaður Pálma Rafns Pálmarsonar út tímabilið, en Pálmi tók við af Gregg Ryder eftir dapurt gengi á dögunum.

Vigfús hætti sem þjálfari Leiknis fyrr á tímabilinu en það er óhætt að segja að Vesturbæingar hafi ekki kynnt hann til leiks með neinni flugeldasýningu.

„Er ég einn um að finnast sjoppulegt að tilkynning KR á ráðningu Fúsa sé sett fram með screenshotti úr viðtali á .net? Maður er kannski smámunasamur en mér finnst alveg mega taka eina mynd af manninum í KR peysu í Frostaskjóli, eða nota gamla mynd síðan hann spilaði fyrir KR,“ skrifar Baldvin á X, en umrætt skjáskot er frá því Vigfús var í viðtali við Fótbolta.net sem þjálfari Leiknis.

Vigfús lék með KR snemma á sínum leikmannaferli en var lengst af hjá Leikni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu