fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Biður alla afsökunar eftir slaka frammistöðu og ömurlegt mót

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianluigi Donnarumma viðurkennir það að Ítalía hafi átt ekkert skilið í gær er liðið spilaði við Sivss í 16-liða úrslitum EM.

Sviss hafði betur sannfærandi 2-0 en Ítalía gat lítið sem ekkert í leiknum og er verðskuldað úr leik.

Donnarumma var líklega besti leikmaður Ítala á þessu ágæta móti en hann gat ekki komið í veg fyrir tap gærdagsins.

Ítalinn biður alla stuðningsmenn afsökunar á frammistöðu liðsins en Ítalía vann EM sem fór fram 2022.

,,Þetta særir mig, þetta særir mig svo mikið,“ sagði Donnarumma eftir tapið umtalaða.

,,Við biðjum alla Ítala afsökunar. Við stóðumst ekki væntingar í dag og þeir áttu þetta skilið. Það er ekkert annað hægt að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“