fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Frægt augnablik Arons Einars og Ronaldo rifjað upp í kjölfar atviks á EM

433
Laugardaginn 29. júní 2024 07:00

Ronaldo og Aron Einar eftir leik Íslands og Portúgal á EM 2016. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Riðlakeppni EM í Þýskalandi var rækilega gerð upp í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Þar fengu þeir Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr lögfræðinginn og hlaðvarpsstjörnuna Jóhann Skúla Jónsson í heimsókn.

Í uppgjörinu á riðlakeppninni var spurt út í augnablik mótsins hingað til. Hrafnkell var ekki lengi að svara.

„Þegar Georgía komst áfram en Khvicha Kvaratskhelia stoppaði í fagnaðarlátunum til að faðma Ronaldo. Mér fannst það frekar kúl,“ sagði hann en Kvaratskhelia og Georgíumenn unnu Portúgal í lokaleik riðilsins.

Jóhann minntist þá á það þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fékk ekki treyju Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgal á EM 2016. Þá var stórstjarnan pirruð á Íslendingunum fyrir fagnaðarlætin eftir jafnteflið.

„Viðbrögðin hans þarna samanborið við þegar Aron Einar fór upp að honum, það var leikur sem skipti hann máli. Þessi leikur skipti hann engu máli,“ sagði Jóhann.

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
Hide picture