fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433

Besta deild karla: Stórsigur Víkings í Garðabæ – Jafnt í Vesturbænum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Bestu deild karla.

Víkingur heimsótti Stjörnuna og voru meistararnir komnir í þægileg mál á fyrstu 20 mínútunum eða svo en Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson komu þeim í 0-2. Þannig var staðan í hálfleik.

Eftir um klukkutíma leik kom Helgi Guðjónsson Víkingi svo í 0-3 og var hann aftur á ferðinni með mark á 78. mínútu. Meira var ekki skorað og 0-4 stórsigur Víkings staðreynd.

Víkingur er með 30 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan er í því sjöunda með 16 stig.

Í Vesturbænum tók KR á móti Fylki í fyrsta heimaleik Pálma Rafns Pálmasonar við stjórnvölinn.

KR leiddi í hálfleik með marki Kristjáns Flóka Finnbogasonar á 37. mínútu.

Þóroddur Víkingsson jafnaði metin fyrir Fylki snemma í seinni hálfleik en strax í kjölfarið skoraði Kristján aftur og kom heimamönnum yfir á ný.

Gestirnir svöruðu hins vegar á ný en Nikulás Val Gunnarsson jafnaði í 2-2 og þar við sat.

KR er í áttunda sæti með 13 stig en Fylkir er á botninum með 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp segir þetta vandamálið við að þjálfa Salah

Klopp segir þetta vandamálið við að þjálfa Salah
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær

Myndband: Haaland jarðaði Carragher í beinni útsendingu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Í gær

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Í gær

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag