fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Fór hálffullur í flug í síðustu viku – Segir það hafa verið hræðilega upplifun

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards sérfræðingur BBC á Evrópumótinu segist hafa gert stór mistök núna mótinu þegar hann datt í það og fór snemma í flug.

Richards var að taka upp hlaðvarpið The Rest is Football ásamt góðum mönnum þar sem menn voru að fá sér rauðvín.

„Við fengum okkur nokkuð glös af rauðvíni, ég var kominn aðeins í það,“ sagði Richards.

„Við vorum að taka upp með Gary Lineker en svo komu David Moyes og Thomas Frank líka. Þetta varð löng nótt og ég var búinn 02:30 að taka upp. Flugið mitt var klukkan 06:00. Ég ákvað bara að halda áfram að drekka, það var versta ákvörðun lífs míns.“

Hann segist flughræddur fyrir. „Mér er illa við ókyrrð, ég er hræddur við flug. Ég ætlaði að reyna að leggja mig en það var ókyrrð. Ég mætti á hótelið klukkan 10:00 og hafði ekki sofið neitt.“

Richards segist hafa hitt Roy Keane á flugvellinum. „Þetta var flug snemma og það var fólk að reyna að ræða við mig, ég var búinn á því. Ég biðst afsökunar á að hafa verið dónalegur.“

„Ég var að labba og það var gripið í mig, ég hugsaði hver í andskotanum þetta væri.“

„Þetta var Roy Keane, ég sat í sömu röð og hann í fluginu og það var ein kon á milli okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“