fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Brast í grát fyrir framan milljónir manna í gær – Var niðurlægður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Koeman þjálfara Hollands segir að það hafi verið erfitt að taka Joey Veerman af velli í fyrri hálfleik gegn Austurríki í gær.

Veerman var kippt af velli eftir um hálftíma leik en hann hafði svo sannarlega átt í vandræðum.

„Ég finn til með Veerman. Ég var hins vegar ánægður að taka hann af velli því það var sorglegt að sjá hann spila,“ sagði Rafael van der Vaart fyrrum leikmaður Hollands eftir leik.

Koeman hafði rétt fyrir sér en Veerman fann samherja aðeins í 9 af 19 tilraunum sínum. Þá tapaði hann boltanum oft.

Veerman var eðlilega niðurbrotinn þegar hann var tekinn af velli og sást fella tár á bekknum.

Það var heldur betur dramatík í D-riðili Evrópumótsins í gær. Austurríki endaði á að vinna riðilinn.

Austurríki mætti Hollandi í lokaleiknum en liðið hafði tapað gegn Frökkum en unnið Pólland og var því með þrjú stig.

Holland var með fjögur stig eftir sigur á Póllandi en jafntefli gegn Frakklandi. Staðan var 0-1 fyrir Austurríki í hálfleik en Donyell Malen setti boltann í eigið net.

Síðari hálfleikurinn var hins vegar frábær skemmtun en Cody Gakpo sóknarmaður Liverpool jafnaði fyrir Holland.

Romano Schmid kom Austurríki yfir áður en Memphis Depay jafnaði aftur fyrir Holland á 75 mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því fimm mínútum síðar tryggði Marcel Sabitzer liðinu sigur í leiknum og í riðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar