Manchester United hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði frá Lazio í Mason Greenwood sóknarmann félagsins.
Greenwood var á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð og hefur spænska félagið ekki útilokað að hann komi aftur.
Fleiri félög hafa áhuga á Greenwood en hann hefur verið orðaður við Juventus og Atletico Madrid.
Ekki er talið líklegt að Greenwood snúi aftur til United en félagið vildi ekki spila honum eftir að lögreglurannsókn var felld niður.
Greenwood hafði þá legið undir grun um gróft ofbeldi í nánu sambandi en málið var fellt niður eftir rúmt ár í rannsókn.
United vill meira en 20 milljónir punda en talið er að félagið vilji á milli 30 til 40 milljónir punda fyrir kappann.