Markvörðurinn Arthur Okonkwo hefur skrifað undir endanlegan samning við lið Wrexham í ensku C deildinni.
Þetta hefur félagið staðfest en Okonkwo var valinn besti markvörður D deildarinnar á síðustu leiktíð.
Margir stuðningsmenn Arsenal eru svekktir með þessa niðurstöðu en félagið ákvað að framlengja ekki við þennan 22 ára gamla strák.
Okonkwo er tveir metrar á hæð og var frábær fyrir Wrexham í vetur og hefði mögulega getað tryggt sér sæti á bekk Arsenal fyrir næsta vetur.
Wrexham nýtti sér þó ákvörðun Arsenal og samdi við leikmanninn endanlega en hann kemur á frjálsri sölu.
Okonkwo lék með Wrexham í láni á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið fyrir Crewe og Sturm Graz á lánssamningum.