Liverpool á einn besta sóknarmann heims ef þú spyrð Luis Suarez sem spilaði eitt sinn með félaginu.
Sá ágæti framherji er Darwin Nunez en hann er umdeildur á meðal stuðningsmanna Liverpool.
Nunez á það til að klikka á ansi góðum færum í leikjum Liverpool en vinnusemin verður þó aldrei tekin af Úrúgvæanum.
Það má segja að Suarez sé alls ekki hlutlaus en hann er einnig frá Úrúgvæ líkt og Nunez.
,,Í dag þá er hann einn besti sóknarmaður heims,“ sagði Suarez og hafa þessi ummæli komið á óvart.
,,Ég elska hvernig hann spilar og ég elska að horfa á hann. Síðan Darwin var hjá Penarol þá hef ég rætt við hann í gegnum annan aðila.“
,,Það var leikur sem hann spilaði þar sem hann skoraði þrjú mörk og það fangaði mína athygli.“