Stuðningsmenn Englands eru ekki alltaf sammála en virðast vera sammála um einn hlut sem tengist EM í Þýskalandi.
Margir stuðningsmenn hafa látið í sér heyra á Twitter eða X eins og það heitir í dag vegna bakvarðarins Luke Shaw.
Flestir eru sammála um að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi gert stór mistök með því að taka Shaw með á lokamótið.
Shaw er meiddur og hefur ekki spilað hingað til en hann var meiddur undir lok tímabilsins í vetur hjá Manchester United.
Shaw æfði ekki fyrir leikinn gegn Slóveníu í lokaleik riðlakeppninnar og ljóst að hann verður ekki með í þeirri viðureign.
Margir eru undrandi yfir ákvörðun Southgate að taka Shaw með á mótið og er í raun óljóst hvort hann fái einhverjar mínútur í Þýskalandi.