Xavi Simons, lykilmaður hollenska landsliðsins, er búinn að segja Paris Saint-Germain það að hann sé á förum í sumarglugganum.
Þetta segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en Simons hefur fengið afskaplega fá tækifæri í París.
Hann er hins vegar lykilmaður í hollenska liðinu á EM eftir flotta frammistöðu með RB Leipzig í vetur.
Simons telur að PSG hafi litla sem enga trú á sér og vill leita annað en hann er 21 árs gamall miðjumaður.
Leipzig vill fá leikmanninn endanlega í sínar raðir en það gæti reynst erfitt þar sem Bayern Munchen er einnig að sýna áhuga.