fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Leikmaður Englands óttaðist það versta í síðasta leik liðsins – ,,Eins og þú værir í golfi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2024 17:16

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarrod Bowen, leikmaður Englands, var alls ekki hrifinn af vellinum sem liðið þurfti að spila á fyrir helgi.

England lék við Danmörku í riðlakeppninni í 1-1 jafntefli en vængmaðurinn kom inná sem varamaður.

Bowen var ekki sáttur við grasið á vellinum og óttaðist sjálfur um tíma að hann væri ökklabrotinn en sem betur fer reyndist það ekki rétt.

,,Ég hélt ég væri ökklabrotinn, tveimur mínútum eftir innkomuna,“ sagði Bowen í samtali við blaðamenn.

,,Þetta var ansi erfitt, ég er ekki að afsaka neitt en þú gast séð að Kyle Walker átti í erfiðleikum á fyrstu tíu mínútunum og þú gast séð grasbúta fljúga eins og þú værir í golfi.“

,,Ég var örugglega að hlaupa aðeins of hratt fyrir heilann, ég sneri mér við og fóturinn var fastur í grasinu. Ég hugsaði með mér að ég væri í veseni en sem betur fer þá fór þetta vel.“

,,Þetta var einn af þessum völlum þar sem þú getur fest þig í grasinu og það getur haft slæm áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta