Chelsea er búið að ná samkomulagi um kaupverðið á hinum efnilega ‘Messinho’ sem leikur með Palmeiras.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en hann er með afar virtar heimildir um alla Evrópu.
Um er að ræða 17 ára gamlan Brasilíumann sem var eftirsóttur af fjölmörgum stórliðum en hann ber nafnið Estevao Willian en er þó yfirleitt kallaður ‘Messinho.’
Leikstíll Messinho þykir vera mjög líkur leikstíl Lionel Messi sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Barcelona.
Chelsea mun borga allt að 56 milljónir punda fyrir leikmanninn en hann kemur til félagsins næsta sumar.
Brassinn mun ferðast til Englands er hann verður 18 ára gamall 2025 og mun Chelsea eki getað notað hann í vetur.