Fyrsta leik dagsins á EM í Þýskalandi er nú lokið en Georgía og Tékkland áttust við í ansi skemmtilegum leik.
Georgía komst yfir undir lok fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu en dæmd var hendi innan teigs Tékka.
Patrik Schick hatar ekki að skora fyrir sína þjóð og jafnaði hann síðar metin á 59. mínútu.
Tékkland var mun sterkari í leiknum og átti 26 marktilraunir gegn aðeins sex hjá Georgíu.
Georgía fékk þó kjörið tækifæri til að vinna leikinn á 95. mínútu en klikkaði á dauðafæri og lokatölur 1-1.
Það dauðafæri má sjá hér.
🚨🇬🇪 Georgia had the chance to win the match in the 95th minute but they missed it. 😳pic.twitter.com/Fa96dLC4Ro
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) June 22, 2024