fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Guðna leiðist þessi hegðun – „Þau ættu bara að vera heima“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. júní 2024 19:30

Guðni Th. Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þættinum af Sumarmótunum, sem birtist á Vísi í dag, mátti sjá viðtal við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands. Þar var hegðun foreldra á hliðarlínunni á barnamótum til að mynda til umræðu.

Í þættinum var TM mótið í Vestmannaeyjum tekið fyrir, en þar etja kappi stelpur í 5. flokki. Í innslaginu með Guðna var hann meðal annars spurður út í hvernig hann væri á hliðarlínunni þegar hann horfir á dóttur sína spila.

„Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni.

„Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Í gær

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Í gær

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta