Brotist var inn á heimili Roberto Baggio í gær þegar hann sat heima hjá sér að horfa á landsleik Ítalíu og Spánar á Evrópumótinu.
Vopnaðir ræningjar brutust inn og segir í fréttum á Ítalíu að alvarleg árás hafi átt sér stað.
Baggio var fluttur á sjúkrahús eftir innbrotið eftir að þjófarnir höfðu ráðist á hann.
Baggio er 57 ára gamall en innbrotið er sögð hafa verið algjör martröð fyrir hann og fjölskylduna.
Baggio er sagður hafa reynt að berjast við mennina fimm sem brutust inn í húsnæði hans en þurfti að bakka frá.
Baggio og fjölskyldan voru svo læst inn í skáp á meðan ræningjarnir fóru frjálsri hendi um húsið og rændu því sem þeir vildu.